Geir H. Haarde, tilkynnti rétt í þessu að í honum hefði greinst illkynja æxli í vélinda og hann muni innan nokkurra daga fara erlendis í aðgerð vegna þessa.

Þá mun Geir ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Geir las upp á blaðamannafundi í Valhöll fyrir skömmu.

Þar tilkynnti Geir að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefði ákveðið að fresta landsfundi, sem halda átti um aðra helgi, til 26. – 29. mars. og eins hefði þingflokkur flokksins stungið upp á því að haldnar yrðu kosningar 9. maí næstkomandi.

Þá sagði Geir að rætt verði við Samfylkinguna og aðra stjórnmálaflokka um að ná samkomulagi um fyrrnefnda dagsetningu.