Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að lágt gengi íslensku krónunnar muni ganga til baka og að gengið muni styrkjast á ný, þó það muni ekki ná sama styrk og í upphafi árs.

Geir var gestur Sigmundar Ernis Rúnarssonar í þættinum Mannamáli á Stöð 2 í nú í kvöld.

Í þættinum ræddi Sigmundur við Geir um efnahagsmál og stöðu íslensku krónunnar. Geir sagði m.a. að orsakir verðbólgunnar á væri gengisfall íslensku krónunnar. Gengi krónunnar hafi undanfarið verið að aðlagast vegna stóriðjuframkvæmda og einnig vegna gjaldeyrisskorts á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Viðtalið við Geir má sjá hér.