Geir H. Haarde, forsætisráðherra segir fulltrúa atvinnulífsins komna út fyrir sitt verksvið ætli þeir að gera upptöku evru að skilyrði fyrir því að unnt verði að framlengja kjarasamninga.

Þetta sagði Geir í Silfri Egils á Ríkissjónvarpinu í gærdag.

Þar kemur fram að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé verið að taka fram fyrir hendur á stjórnvöldum, en íslenskt atvinnulíf geti ekki til lengdar búið við þær miklu sveiflur sem eru á gengi krónunnar.

Þá sagði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins í hádegisfréttum Útvarpsins að atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að ná stöðugleika með krónuna sem gjaldmiðil.