Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ástæðu til að kanna hvort Seðlabanki Íslands geti tekið upp samstarf við erlenda seðlabanka í þeim ríkjum þar sem íslensku bankarnir eru umsvifamiklir. Þetta er nú til skoðunar í Seðlabankanum, að því er fram kom í ræðu Geirs á ársfundi Seðlabankans í gær.

Á ársfundinum sagði Geir: „Fyrir rúmu ári tók ríkissjóður erlent lán og nýtti andvirðið til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ég hef áður sagt að eðlilegt sé að halda áfram á þeirri braut og ítreka það nú. Eins er verðugt að kanna hvort Seðlabankinn geti tekið upp samstarf við seðlabanka í þeim ríkjum þar sem íslensku bankarnir eru umsvifamiklir. Þessir atriði eru til skoðunar í Seðlabankanum. Þá tel ég mikilvægt að bankinn hefur tvisvar sinnum á þessu ári rýmkað reglur um aðgang fjármálafyrirtækja að lánsfé í bankanum, nú síðast fyrr í þessari viku. Með þessu undirstrikar bankinn vilja sinn til að grípa til nauðsynlegra aðgerða á meðan óróleikinn á alþjóðamörkuðum gengur yfir.“