Geir H. Haarde, forsætisráðherra hefur sent Barack Obama, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna heillaóskir þar sem honum er óskað til hamingju með „sögulegan sigur hans í bandarísku forsetakosningunum.“

„Þátttakan í þeim er til marks um áhuga almennings og ákall eftir breytingum,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

„Obama hefur unnið þennan glæsilega sigur út á persónu sína og áherslumál. Ég hlakka til að hitta hann á samstarfsvettvangi ríkjanna, t.d. á næsta leiðtogafundi NATO, og geri ráð fyrir að hið góða samstarf Íslands og Bandaríkjanna muni aðeins styrkjast eftir að hann tekur við í Hvíta húsinu. Viðbúið er að ímynd Bandaríkjanna í forystu lýðræðisríkja heimsins muni styrkjast við kjör hans,“ segir Geir H. Haarde.

Heillaóskirnar fylgja hér á eftir á ensku:

Dear President-Elect Obama, I have the pleasure of conveying to you the warm congratulations of the Government of Iceland on your election as President of the United States of America. Your abilities and experience will benefit this great office and the American people and inspire democracies around the world.

I look forward to working with you in strengthening the the long-standing friendship and cooperation between Iceland and the United States, as well as in meeting international challenges of common concern.

Sincerely,

Geir H. Haarde,

Prime Minister.