Geir H. Haarde, forsætisráðherra segir í viðtali við breska blaðið The Times að ef að Íslendingar þurfi að bæta breskum sparifjáreigendum allan skaðann vegna hruns íslensku bankanna myndi það lama hagkerfi landsins.

Haft er eftir Geir að hann vilji ekki bera þetta saman við Versalasamninganna árið 1919 en hann bendir þó samt á að skuldabyrðin yrði skelfileg.

Með þessu vísar forsætisráðherrann í friðarsamninganna eftir fyrri heimstyrjöld en skaðabætur á hendur Þjóðverjum gerðu það meðal annars að verkum að Weimar-lýðveldið var reist á feysknum efnahagslegum stoðum.

Geir segir ennfremur við The Times að upphæðin sem um ræðir vegna taps breskra sparifjáreigenda sé ógnarhá og að allir þurfi að gera sér grein fyrir hvort að hugsanlegar bætur fái staðist.

Geir segir að íslensk stjórnvöld þurfi klárlega að taka á sig ákveðnar skuldbindingar en spurningin snúist um hversu miklar þær eigi að vera.