Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, telur að ákæra Alþingis á hendur honum sé pólitísk eðlis „þar sem valdhafar beita öllum tiltækum ráðum gegn gömlum pólitískum andstæðingi". Á blaðamannafundi í dag fjallaði hann ekki um ákæruatriðin sjálf, sem hann mun gera fyrir landsdómi „þegar þar að kemur". Hins vegar segir í yfirlýsingu Geirs:

Bankakreppan herjaði á margar þjóðir og ákæruatriðin verða enn fráleitari í ljósi þess að nú er almennt viðurkennt, jafnt innan lands sem utan, að ákvarðanir íslenska stjórnvalda á þeim tíma, ríkisstjórnar minnar og lykilstofnana, reyndust hárréttar og tryggðu hagsmuni Íslands betur en þær aðgerðir sem stjórnvöld annarra ríkja gripu til vegna sinna hagsmuna.

Geir er meðal annars ákærður fyrir að hafa á tímabilinu febrúar til október 2008 ekki stuðlað að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi.