„Við teljum að þetta sé mjög myndarlegar fjárhæðir sem bætast við annað sem gert hefur verið. Síðan munum við auðvitað bæta ofan á þetta með láni og frekari aðgerðum,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á fréttamannafundi fyrir skömmu.

„Við erum að tala um að bæta mjög myndarlega við þann gjaldeyrisforða sem nú er fyrir hendi en hann var reyndar aukinn í fyrra. Þetta eru mjög verulegar upphæðir sem skipta miklu máli,“ sagði hann.

Seðlabankar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hafa gert tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Íslands. Samningarnir eru viðbúnaðarráðstöfun og veita Seðlabanka Íslands aðgang að evrum gerist þess þörf. Hver samningur um sig veitir aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum. Seðlabanki Íslands getur dregið á samningana þegar og ef nauðsyn krefur.