Geir Haarde, forsætisráðherra, var í dag hjá viðtali hjá breska vikuritinu Economist. Viðtalið er á hljóðformi á heimasíðu ritsins, og birtist undir viðtalaflokknum Certain Ideas of Europe. Geir ræðir meðal annars íslenskt efnahagslíf og fjármálakerfi, afstöðu til Evrópusambandins og fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands.

Geir segir meðal annars um Evrópusambandsaðild: „Ég hef aldrei verið stuðningsmaður Evrópusambandsaðildar, en held þó að sambandið hafi gert góða hluti fyrir Evrópu. Ég tel ekki að vandræðin með Lissabonsáttmálann innan sambandsins hafi áhrif á Ísland. Nema með þeim hætti að ef sambandið hyggst ekki hleypa fleiri ríkjum inn í náinni framtíð eins og heyrst hefur – þá þurfum við ekki einu sinni að íhuga aðild.“

Viðtalið má finna í heild sinni hér .