Geir Haarde, forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í kvöld að lífeyrissjóðir ynnu nú samstarfi við yfirvald um að koma með aukinn gjaldeyri inn í landið. Sjóðirnir munu að öllum líkindum selja eimhverjar eða allar erlendar eignir sínar. Geir gat ekki greint frá um hversu háar upphæðir væri að ræða. Forsætisráðherra gat ekki lofað því að aðgerðapakki yfirvalda yrði reiðubúinn fyrir opnun markaða á mánudagsmorgun.

Spurður um hvort fjármálafyrirtæki hygðust selja erlendar eignir gat Geir ekki svarað því til, en sagði þó að slíkt væri möguleiki. Geir vildi ekki segja til um hversu mikla styrkingu krónunnar þessar aðgerðir gætu leitt af sér: Það mun markaðurinn einn ákveða, sagði Geir.

Geir sagði að ESB-aðild hefði komið til tals á fundi ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Hins vegar hefði ekki farið mikill tími í að ræða það mál.

Inntur eftir því hvers vegna Seðlabanki Íslands hefði ekki nýtt sér gjaldeyrisskiptasamninga við norræna seðlabanka, sagði Geir að Seðlabankin myndi gera það ef hann teldi þess þörf. Spurður um hvort gjaldeyrisskortur í landinu kallaði ekki a virkjun þessara samningnga, sagðist Geir ekki vilja svara fyrir Seðlabankann.