Það hefði komið sér vel að halda pólitískri samstöðu eftir hrun líkt og gert var í Svíþjóð á sínum tíma. Þetta sagði Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, á fundi Seðlabankans í morgun. Vísaði hann þá í orð Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, sem ráðlagði íslenskum stjórnmálamönnum að halda pólitískri samstöðu.