Geir Haarde var á meðal gesta á málstofu Seðlabanka Íslands um ris og fall íslensku bankanna. Eins og fram kom í VB sjónvarpi í gær var Friðrik Már Baldursson frummælandi á fundinum. Auk Geirs var Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og fleiri viðstaddir.

Málstofan byggir á ritgerð sem Friðrik Már birti ásamt Richard Portes, prófessor við London Business School. Þeir rituðu einnig skýrslu um íslenska fjármálakerfið og stöðu þess sem kom út á árinu 2007. Í nýju ritgerðinni ræða þeir stöðu fjármálakerfisins fyrir fall bankanna í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja í dag.

Í ritgerðinni er fjallað um þjóðhagslegt ójafnvægi á Íslandi á árunum fyrir 2008 og hina alþjóðlegu fjármálakreppu og stöðu og möguleika íslensku bankanna við þær aðstæður.

Málstofa um ris og fall íslensku bankanna
Málstofa um ris og fall íslensku bankanna
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Málstofa um ris og fall íslensku bankanna
Málstofa um ris og fall íslensku bankanna
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Málstofa um ris og fall íslensku bankanna
Málstofa um ris og fall íslensku bankanna
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Málstofa um ris og fall íslensku bankanna
Málstofa um ris og fall íslensku bankanna
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)