Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og William Hague, talsmanns flokksins í utanríkismálum.

Á fundinum var fjallað um þróun alþjóðlegra efnahagsmála og áhrif hennar á Íslandi og í Bretlandi, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

„Í því samhengi var skipst á skoðunum um Evrópumál, stöðu EES og horfur innan ESB. Þá voru rædd varnarmál Íslands og alþjóðleg öryggismál, þ.a.m. ástandið í Afganistan. Einnig var rætt um orku og umhverfismál, hvalveiðar, og loks um samstarf Sjálfstæðisflokksins og Íhaldsflokksins,“ segir í tilkynningunni.