Geir H. Haarde var sýknaður af þremur af fjórum ákæruliðum af meirihluta Landsdóms. Níu dómarar af fimmtán voru sammála um þessa niðurstöðu. Geir er ekki gerð refsing fyrir það brot sem hann er sakfelldur fyrir og er ríkissjóði gert að greiða málsvarnarkostnað Geirs, sem nam rúmum 24 milljónum króna.

Ákæruliðurinn sem Geir er sakfelldur fyrir snýr að því að Geir hafi látið farast að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. grein stjórnarskrárinnar um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarfmálefni.