Tómas Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls er í helgarviðtali Viðskiptablaðsins á morgun. Þar ræðir hann meðal annars um afstöðu áliðnaðarins gagnvart vaxandi kröfum um verðlagningu koltvísýringslosunar. Tómas segir að mikill þungi sé að baki svokallaðri geiranálgun, sem myndi gera sérráðstafanir á borð við íslenska ákvæðið svokallaða óþarfar.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram í máli Tómasar að í álgeiranum séu menn í fararbroddi í umhverfismálum og hafi verið það býsna lengi. „Þess vegna hefur Alcoa einmitt verið margverðlaunað fyrir sjálfbærni og árangur við að draga úr losun,“ segir Tómas.

Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nú þegar, frá kl. 21:00 í kvöld, lesið blað morgundagsins á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .