Þing­fest­ing í máli héraðssak­sókn­ara gegn Geir­mundi Krist­ins­syni, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra í Kefla­vík, fór fram í Héraðsdómi Reykja­ness í gær. Þetta kemur fram á mbl.is í dag. Geir­mund­ur neitað sök í mál­inu. Frest­ur til að skila grein­ar­gerð í mál­inu var gef­inn til 18. maí.

Yfirdráttarlán til Duggs

Í fyrri lið ákærunnar er hann sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu þegar hann fór út fyrir heimildir til lánveitinga. Lánið sem um ræðir var til einkahlutafélagsins Duggs í júní 2008 og upphæð þess nam 100 milljónum krónum. Lánið var veitt í formi yfirdráttar á reikningi félagsins hjá sparisjóðnum. Lánið var veitt án þess að afstaða lánanefndar sjóðsins lá fyrir, án þess að áhættu- og/eða greiðslumat færi fram og án þess að endurgreiðslan væri tryggð með nokkrum hætti.

Krafan var afskrifuð í júlí 2015 vegna gjaldþrots Duggs ehf., en ekkert fékkst greitt upp í kröfur bankans í kjölfar gjaldþrotsins.

700 milljónir til kaupa í stofnbréfum

Seinni liður ákærunnar snýr að framsali stofnfjárbréfum í sparisjóðnum frá einkahlutafélaginu Víkna til Fossvogshyls. Í ákærunni segir að lánið hafi valdið bankanum verulegri fjártjónshættu þegar hann framseldi fyrir hönd einkahlutafélagsins stofnfjárbréf í Sparisjóði Keflavíkur frá Víkum ehf. til Fossvogshyls ehf. Í ákæru kemur fram að bréfin séu að verðmæti rúmlega 683 milljóna króna.

Færslan á bréfunum var gerð án þess að nokkuð endurgjald kæmi fyrir bréfin, en við framsalið eignaðist Víkur kröfu á Fossvogshyl sem færði á móti skuld í bókhaldi sínu. Enginn lánasamningur var gerður, ekki var gengið frá neinni tryggingu fyrir því að krafan yrði greidd.

Sama dag og bréfin voru skráð á Fossvogshyl þá var félagið framselt frá Deloitte til sonar ákærða. Í árslok voru eftirstöðvar kröfunnar rúmlega 633 milljónirkróna, en hún var að fullu afskrifuð í bókhaldi sparisjóðsins í mars 2010.