Samningar náðust í deilu geislafræðinga og Landspítalans laust fyrir miðnætta í gær. Uppsagnir geislafræðinga sem sögðu upp tóku engu að engu að síður gildi á miðnætti og er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann eða hún dragi uppsögn sína til baka. 46 geislafræðingar hafa sagt upp störfum.

Katrín Þorvaldsdóttir, formaður félags geislafræðinga, sagði í samtali við fjölmiðla í gærkvöld að þær breytingar hefðu náðst á kjörum sem óskað var eftir.