Geitfjársetur Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur verður miðstöð geitfjárræktunar í landinu þar sem stunduð verður markviss geitfjárræktun, unnar verðar vörur úr afurðum geita og þær seldar á staðnum og í völdum verslunum. Setrið var eitt þerra verkefna sem félagsmálaráðherra styrkti í dag.

Í tilkynningu vegna styrksins kemur fram að gestir geta komið í ferðamannageitfjárhús þar sem hægt er að skoða allt ferlið, mjaltir og ostagerð svo eitthvað sé nefnt. Þá verður fróðleik um geitur komið á framfæri auk þess sem hægt verður að kaupa afurði á staðnum. Verkefnið snýst enn fremur um að vernda íslenska geitfjárstofninn sem telur einungis 500 dýr.