Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag Timothy Geithner til embættis fjármálaráðherra í ríkisstjórn sinni.

Geithner sem er 47 ára gamall starfar nú sem yfirmaður Seðlabanka New York. Miklar vonir eru bundnar við Geithner og til vitnis um það þá hækkuðu markaðir vestanhafs töluvert eftir að Obama tilkynnti um ákvörðun sína.

Valið stóð aðallega á milli Geithner og Lawrence Summers en hann var fjármálaráðherra í forsetatíð Bill Clinton.