Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hvetur leiðtoga Evrópusambandsríkja að hraða umræðum um hvernig leysa eigi skuldavanda ríkjanna. Geithner ræddi fjármálaráðherra evrulandanna á lokuðum fundi í dag. Fjallað er um málið á vef BBC en Dow Jones fréttaveitan greindi fyrst frá.

Á fundinum sagði Geithner að áhrif vegna þess að ríkin hafa ekki náð saman um lausn séu afar skaðleg. Einhverjir fjármálaráðherranna virtust ekki sáttir með orð hans á fundinum, en ákvörðun um næstu lánveitingu til Grikklands hefur verið frestað.

Maria Fekter, fjármálaráðherra Austurríkis, sagði við blaðamenn eftir fundinn að henni þyki sérkennilegt að Bandaríkjamenn segi Evrópuleiðtogum hvað skuli gera, þegar hagtölur Bandaríkjanna séu verri en evrusvæðisins.