Michele Gaeta einn eigenda ísbúðarinnar Gaeta Gelato,  Aðalstræti 6
Michele Gaeta einn eigenda ísbúðarinnar Gaeta Gelato, Aðalstræti 6
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Ítalarnir Michele Gaeta, Gabriele Clo og Claudia Bizzini sem stofnuðu ísbúð sem býður upp á hefðbundinn gelato-ís frá heimalandi sínu í Moggahöllinni í byrjun sumars opnuðu dögunum á nýjum stað í miðborginni. Á nýja staðnum verða aukin tækifæri til að njóta íssins inni í hlýjunni yfir vetrarmánuðina, því nýja ísbúðin er á Hlemmi Mathöll, þar sem Osteria Emilia var áður.

„Gelato rekstur okkar hefur gengið mjög vel og viðskiptavinir nutu íssins í miklum mæli í sumar,“ segir Michele Gaeta, en þegar V iðskiptablaðið ræddi við hann í sumar sagði hann einmitt að stefnt yrði að opnun fleiri staða.

„Draumurinn er að gera sem flestum landsmönnum kleift að smakka gelato-ísinn okkar. Auk þess stefnum við á að fara í samstarf við innlenda veitingastaði sem myndu þá hafa ísinn okkar á matseðlum sínum."

Á sínum tíma fór Gaeta yfir það hvernig ítalskur ís, en gelato er ítalska fyrir ís, er frábrugðinn hefðbundna íslenska rjómaísnum sem innihaldi meiri rjóma og sé því fitumeiri, en sá ítalski mjólkurkenndari og léttari sem og sætari.

„Í 25 ár höfum við unnið að því að fullkomna handbragðið við framleiðslu á gelato-ís á Ítalíu, en fjölskylda Claudiu og Gabriele rekur tíu gelato-ísbúðir í Bologna á Ítalíu,“ sagði Gaeta þá.

„Gelato-ís hefur [...] silkikenndari og mýkri áferð ásamt því að vera þéttari í sér en rjómaísinn. Allt kemur þetta heim og saman við framleiðsluaðferðirnar; gelato-ís er snúið hægar en rjómaís og þess vegna er rjómaísinn léttari og loftmeiri en gelato-ís þéttari. Þegar reiða skal fram gelato-ís er forn ítölsk hefð fyrir því að nota sérstakan spaða sem minnir á flata sleif en þegar unnið er með annars konar ís er notuð kúluísskeð."