Formaður Dýraverndunarsambands Íslands hvetur fólk til að sniðganga íslenskt svínakjöt í ljósi þess að íslenskir grísir eru geldir án deyfingar áður en þeim er slátrað. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. Samkvæmt lögum er óheimilt að gelda grísi án deyfingar á Íslandi en þrátt fyrir það sagði formaður Svínræktarfélags Íslands að ekkert svínabú á landinu deyfir grísi áður en þeir eru geldir.

Forstjóri Matvælastofu segir enn ekki ástæðu til að beita þvingunarúrræðum eða að kæra aðferðirnar til lögreglu enn sem komið er. Matvælastofa óskar um þessar mundir eftir frekari upplýsingum frá svínræktendum um hvernig þeir ætli að afnema geldingarnar.