Hlutabréf General Motors gætu þrefaldast í verði á næstu árum, eftir því sem sala fyrirtækisins á erlendum markaði eykst og framleiðslukostnaður lækkar. Þetta kemur fram í nýjasta hefti viðskiptatímaritsins Barron´s.

Samkvæmt grein Barron´s yrðu kaup á bréfum General Motors þar sem fyrirtækið mun líklega eiga í vandræðum næstu 12-18 mánuði vegna slæmrar efnahagsstöðu Bandaríkjanna. Fyrirtækið mun hnins vegar spara 4-5 milljarða Bandaríkjadali á ári frá árinu 2010 vegna nýrra kjarasamninga starfsmanna bíliðnaðarins í Bandaríkjunum.

Barron´s spáir því að hlutir General Motors gætu hækkað upp í 30 dali á hlut, jafn vel 45 dali, árið 2010 þegar samningsbreytingarnar byrja að hafa áhrif. Fyrirtækið var metið á 17,10 dali á hlut á föstudaginn.