Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors er aftur kominn í fyrsta sæti á lista yfir stærstu bílaframleiðendur í heiminum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að fjöldi seldra bíla í fyrra hafi numið um níu milljónum eintaka, sem sé 7,6% aukning frá árinu 2010.

Er búist við því að Toyota, sem tók fram úr GM sem stærsti bílaframleiðandinn árið 2008, hafi selt um 7,9 milljónir bíla í fyrra. Framleiðslan hjá Toyota tók skell í fyrra vegna náttúruhamfara í Japan og Tælandi.