Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, hefur nú fengið aukalega fjárfestingu sem nemur um 500 milljónum bandaríkjadala. Bifreiðarisinn General Motors stendur að baki fjárfestingunni. Þetta þýðir að sprotafyrirtækið er metið á 5,5 milljarða bandaríkjadala, eða 715 milljarða íslenskra króna. Bloomberg segir frá.

Lyft er leigubílaþjónusta sem byggir á snjallsímaforriti, ekki ólíkt Uber. Munurinn á Lyft og Uber er helst í viðmóti viðskiptavina. Markmið Uber er að bílstjórarnir beri sig eins og þjálfaðir einkabílstjórar, meðan bílstjórar Lyft eru glettnari og opnari, og þeir bera yfirvaraskegg framan á bílum sínum.

Þjónusturnar tvær hafa vakið mikla athygli vegna þess hve skilvirkari og ódýrari þær eru en hefðbundin leigubílakerfi. Leigubílstjórar hvervetna hafa þurft að streitast á móti og notast við löggjafir um leigubílaþjónustur til að verða ekki undir í samkeppni við Uber og Lyft.