Bílaframleiðandinn General Motors hefur samþykkt að greiða 900 milljónir dollara í skaðabætur til að binda enda á dómsmál vegna galla í bifreiðum fyrirtækisins.

Bílaframleiðandinn sætti rannsókn fyrir að hafa hundsað að rannsaka milljónir bíla, þrátt fyrir að starfsfólk hafi í meira en áratug vitað um ákveðinn galla sem endaði á að kosta meira en 100 manns lífið.

Gallinn var í ræsikerfi bílanna frá General Motors og gat orðið til þess að það slökknaði á vélum, bremsur hættu að virka og loftpúðar skutust ekki út. GM viðurkenndi að hafa ekki látið yfirvöld né almenning vita á gallanum og dregið lappirnar í innköllunum á bílunum.

Bandarísk stjórnvöld samþykktu að þeir ábyrgu yrðu ekki dæmdir fyrir glæpsamlegt athæfi, gegn því að áðurnefndar skaðabætur, sem hljóða upp á rúmlega 115 milljarða íslenska króna, yrðu greiddar.

Þessi stærsti bílaframleiðandi heims byrjaði ekki að kalla inn 2,6 milljónir bíla um allan heim fyrr en í febrúar 2014. Í lok árs 2014 voru innkallanirnar orðnar 30 milljónir. Þá setti GM upp sjóð til að bæta fórnarlömbum gallans skaðann.