Það eru fleiri en Toyota og Honda í vandræðum vegna gallaðrar framleiðslu á bílum, Nú hefur General Motors Co. innkallað 5.000 sendibíla vegna hættu á íkveikju í vél.

Umræddir bílar eru af gerðinni "heavy-duty 2010 Chevrolet Express" og "GMC Savana passenger and cargo van" sem líklega hafa þó lítið sést í umferðinni á Íslandi. Vandamálið snýst um gallaðan rafal eða alternator sem getur valdið íkveikju samkvæmt frétt The Detroit News.

Þykir Bandaríkjamönnum þetta væntanlega ekki mikið í ljósi milljóna bíla sem Toyota hefur innkallað vegna stýris- og bremsuvandamála. Hefur það leitt til þess að aðrir bílaframleiðendur hafa stoppað framleiðslu til að fullvissa sig um að allt  sé í lagi . Þar má nefna Hyundai Motor Corp., sem stöðvaði sölu á 2011 módelinu á Sonata SE í síðasta mánuði.