Bílarisinn General Motors mun frumsýna nýjan rafbíl á bílasýningunni í Detroit á morgun sem nefnist Chevrolet Bolt.

Bolt kemur á markað árið 2017 mun kosta um 30-35 þúsund dali og drægni hans verður um 300 km á hleðslunni.

Bílnum er augljóslega stefnt til höfuðs Tesla Model 3 sem kemur á markað sama ár. Forsvarsmenn Tesla hafa sagt að Model S muni kosta um 35-40 þúsund dali.

Elon Musk forstjóri Tesla hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að framleiða 500 þúsund bíla árið 2020.

Sérfræðingar í bílageiranum hafa um helgina velt fyrir sér hvort ákvörðun GM muni koma í veg fyrir að áætlanir Musk muni nást.