© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
General Motors (GM) er orðinn stærsti bílaframleiðandi heims eftir að framleiðsla Toyota minnkaði eftir jarðskjálftan í Japan í mars.

Sala GM jókst um 8,9% í 4,539 milljónir seldar einingar á fyrstu sex mánuðum ársins. Seldar einingar hjá Volkswagen voru 4,13 milljónir og því næst kom Toyota með 3,71 milljónir seldra einingar, þar er framleiðsla á Lexus, Daihatsu og Hino meðtalin.

Framleiðsla hjá Toyota dróst saman um 23% á fyrstu sex mánuðum ársins.