Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors þrefaldaði hagnað sinn á öðrum ársfjórðungi frá sama tímabili á síðasta ári, en hann nam nú 1,1 milljarði dala. BBC News greinir frá þessu.

Helstu ástæðurnar fyrir bættri afkomu eru aukin sala í Bandaríkjunum og áframhaldandi vöxtur í Kína. Þá varð fyrirtækið einnig fyrir talsverðum kostnaði á síðasta ári vegna innkallana, en því var ekki að skipta núna.

Chevrolet bílar fyrirtækisins voru vinsælastir í Bandaríkjunum, en þar seldust í heildina 576 þúsund bifreiðar á tímabilinu. Í Evrópu seldi fyrirtækið 303 þúsund Vauxhall/Opel bifreiðar, en í Asíu, Mið-Austurlöndum og Afríku voru 370 Wuling bifreiðar seldar.

Gengi hlutabréfa hækkaði um meira en 7% eftir birtingu uppgjörsins.