FTSE MIB vísitalan í kauphöllinni í Mílanó hafði lækkað um 4,42% klukkan 15:00 í dag. Alls 40 félög eru í vísitölunni og einungis eitt félag hafði hækkað á þeim tíma og var það Fondiaria-Sai og nam hækkunin 1,06%. Þá stóð gengi Bulgari í stað. Gengi allra annara félaga lækkaði. Mest lækkaði Unicredit, stærsti banki Ítalíu, um 7,79%. Þá voru átta önnur félög sem höfðu lækkað um meira 5% í dag.

Evrur
Evrur
© Getty Images (Getty)
Á föstudaginn lækkuði hlutabréfaverð í ítalska bankanum Unicredit Spa um 7,9% og ítalska úrvalsvísitalan lækkaði um 3,5%. Óttast er að Ítalía lendi í svipuðum fjárhagsvandræðum og Grikkland.