*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 3. maí 2013 15:57

Gengi Actavis hækkar um 80% á rúmu ári

Félag að stórum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á hlut sem verðmetinn er á 60 milljarða í lyfjafyrirtækinu Actavis.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gengi hlutabréfa Actavis hefur hækkað um 80% síðan fréttir bárust af því að viðræður stæðu yfir um hugsanleg kaup bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson á Actavis í mars í fyrra. Það stóð í 58,5 dölum á hlut um miðjan mars en stendur nú í rúmum 106 dölum. Eins og vb.is greindi frá í gær fær NDS, dótturfélag Novator, sem er að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, fimm milljónir hluta í Actavis í tengslum við söluna. Markaðsverðmæti bréfanna nemur jafnvirði um 60 milljörðum íslenskra króna. 

Björgólfur sagði í samtali við vb.is í gær að hann hafi trú á félaginu og ætli að eiga hlutabréfin áfram. 

„Ég er ekkert að flýta mér að selja hann. Ég held að ég sé allavega að horfa á tvö ár í þessu samhengi,“ sagði hann og taldi það taka um þrjú ár fyrir samlegðaráhrif fyrirtækja að koma fram.