*

fimmtudagur, 20. janúar 2022
Innlent 19. maí 2021 16:25

Gengi ISI aldrei verið hærra

Iceland Seafood hækkaði um 1,8% í dag og hefur nú hækkað um 140% frá því í mars á síðasta ári.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% í 3,2 milljarða króna veltu í dag og fór aftur upp fyrir 3.000 stig. Iceland Seafood (ISI) hækkaði mest allra félaga eða um 1,8% en gengi félagsins hefur aldrei verið hærri. Hlutabréfaverð IS, sem hagnaðist um 412 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi, hefur nú hækkað um 140% frá því í mars á síðasta ári.

Smásölufyrirtækin Hagar og Festi fylgdu ISI eftir í hækkunum í dag. Hagar hækkuðu um 1,7% og Festi um 1,3%. Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi, keypti hlutabréf í félaginu fyrir rúmar fimm milljónir króna í dag.

Langmesta veltan var með hlutabréf Marel sem hækkuðu um 0,2% í 1,5 milljarða króna viðskiptum í dag. Hlutabréfagengi félagsins hefur nú hækkað um 7,4% á innan við tveimur mánuðum. Sýn lækkaði um 1,5% í viðskiptum dagsins, mest allra félaga.