Gengi Bandaríkjadals gagnvart evru fór í 1.3259 í gær og dalurinn styrktist einnig gagnvart sterlingspundi og svissneska frankanum.

Gengi dalsins gagnvart evru hefur ekki verið hærra í 18 mánuði.

Segja má að þróunin á gjaldeyrismörkuðum undanfarið sé til marks um að dalurinn hafi endurheimt stöðu sína sem hin eina sanna örugga höfn í ólgusjó alþjóðamarkaða, nú þegar á reynir.

Eftir því sem liðið hefur á hina alþjóðlegu fjármálakreppu og hún orðið djúpstæðari hefur dalurinn sótt í sig veðrið en segja má að þar til nýverið hafi nær stöðugt hallað á dalinn gagnvart evru alla tíð frá 2002.

Dalurinn hefur styrkst þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld hafi gengið hvað lengst í því að auka skuldsetningu ríkissjóðs til þess að stemma stigu við samdrætti í raunhagkerfinu og að seðlabanki landsins hafi nánast beitt öllum mögulegum úrræðum til þess að veita fé út í hagkerfið og þíða frostið sem ríkt hefur á millibankamörkuðum.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .