*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Erlent 10. febrúar 2014 12:57

Gengi Bitcoin fellur

Rússar vilja hefta útbreiðslu Bitcoin sem rafeyris.

Ritstjórn
None

Gengi rafeyrisins Bitcoin féll um 16% á markaði í dag eftir að bilun kom upp í einum af helstu kerfum sem höndlar með myntina í Japan. Bilunin gerði það að verkum að ekki var mögulegt að eiga viðskipti með Bitcoin sem gjaldmiðil. 

Breska dagblaðið Financial Times segir á vef sínum um málið að klúðrið í Japan geri lítið til að bæta stöðu Bitcon sem gjaldmiðils. Þvert á móti bætist vandinn við yfirlýsingu stjórnvalda í Rússlandi þess efnis að þau ætli að hamla framgangi Bitcoin og að þeir sem noti myntina séu að brjóta lög. 

Stikkorð: Bitcoin
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is