Hver mynt af Bitcoin kostar nú ríflega 19.200 dollara og er gengið í sögulegri hæð. Það sem af er ári hefur Bitcoin tæplega þrefaldast í virði en gengið var um sjö þúsund dollarar í upphafi árs. Gengið Bitcoin hefur hækkað um nær helming í nóvember.

Gengi Bitcoin hefur einu sinni verið álíka hátt sem var síðla árs 2017 þegar gengið náði tæplega tuttugu þúsund dollurum. Virði Bitcoin tók svo að lækka skarpt og í mars 2018 var gengið komið niður fyrir sjö þúsund dollara.

Samkvæmt frétt Reuters um málið eru nokkrir þættir sem ýtt hafa undir hækkun á gengi Bitcoin. Má þar nefna aukna spurn eftir áhættusamari fjárfestingum, aukinn áhugi fjárfesta um vörn gegn verðbólgu sem og aukin trú á getu rafmynta að verka sem hefðbundinn gjaldmiðill.