*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 15. júní 2018 16:23

Gengi bréfa Arion hækkaði

Talsvert meiri viðskipti voru með bréf félagsins í sænsku kauphöllinni heldur en þeirri íslensku.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf í Arion banka voru formlega tekin til viðskipta í dag, í kauphöll Nasdaq á Íslandi og í Svíþjóð.

Fjöldi viðskipta í bréfum bankans í íslensku kauphöllinni voru 61 talsins og voru stunduð viðskipti með 829.385 hluti. Fjárhæð viðskiptanna nam rúmum 73 milljónum íslenskra króna og dagslokaverð bréfanna var 88,8 krónur á hvern hlut. Útborðsverðið var 75 krónur og því hækkaði verð á hvern hlut um 18,4%.

Fjöldi viðskipta í bréfum bankans í sænsku kauphöllinni voru 7.269 talsins og voru stunduð viðskipti með 34.133.806 hluta. Fjárhæð viðskiptanna nam rúmum 230 milljónum sænskra króna og dagslokaverð bréfanna var 6,815 krónur á hvern hlut. Útborðsverðið var 6,11 krónur og því hækkaði verð á hvern hlut um 11,5%.

Stikkorð: Arion banki Nasdaq