Gengi hlutabréfa færeyska bankans Bank Nordik féll um 2,78% í tiltölulega litlum viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þá lækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 1,83% og Icelandair Group um 0,39%.

Á móti hækkaði gengi bréfa Marel um 0,75%, Haga-samstæðunnar um 0,69%, stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,55% og Eimskips um 0,23%.

Úrvalsvísitalan hækkaði við þetta um 0,21% og endaði hún í 1.005,79 stigum. Hún hefur ekki verið hærri síðan seint í september.