Gengi hlutabréfa færeyska BankNordik féll um 7% í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa í bankanum stendur nú í 66 dönskum krónum á hlut og hefur það aldrei verið lægra. Hlutabréf bankans voru skráð tvíhliða hér og í Kaupmannahöfn í júní árið 2007. Í lok fyrsta viðskiptadags stóð gengi bréfanna í 243 dönskum krónum á hlut. Gengishrunið nemur tæpum 73% síðan þá.

Mikill áhugi var á kaupum á hlutabréfum bankans þegar hann var skráður á markað hér á sínum tíma. Fram kom í Viðskiptablaðinu í síðustu viku að íslenskir aðilar eigi enn 12% hlut í bankanum. Sá hluti er að mestu í eigu lífeyrissjóða.

Í viðtali við Viðskiptablaðið fer Janus Petersen yfir stöðu BankNordik og öran vöxt bankans á sl. árum. Auk þess svarar hann spurningum um eðli bankastarfsemi, hvort BankNordik hafi hug á að opna útibú hér á landi og mýtuna um hinn skynsama færeyska viðskiptaman, svo fátt eitt sé nefnt. Nánar er rætt við Janus í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.