Gengi bréfa deCODE genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 4,11% á Nasdaq hlutabréfamarkaðinum í gær og endaði í 4,05. Svo virðist sem lát hafi orðið á þeirri lækkun sem hófst með nýju verðmati Lehman bankans fyrir skömmu.

Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman greindi frá því á föstudaginn 5. janúar að hann hefði lækkað verðmat sitt á deCODE úr 4 dolurum á hlut í 3.

Ástæðan er sögð vera óvissa um framvindu hjartalyfsins DG031.Gengi bréfa deCODE lækkaði um 3,06% á Nasdaq markaðinum á mánudaginn 8. janúar, fyrsta deginum eftir að nýtt verðmat lá fyrir