Gengi hlutabréfa Eimskips hefur fallið um 3,31% í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna stendur nú í 234 krónum á hlut og hefur það ekki verið lægra síðan seint í mars. Velta með hlutabréf félagsins nema 67 milljónum króna.

Fram kom í uppgjöri Eimskips að tap félagsins nam 800 þúsund evrum á fyrsta ársfjórðungi eða sem nemur 123 milljónum króna. Nokkuð dró úr tekjum félagsins á milli ára.

Gylfi Sigfússon , forstjóri Eimskips, segir slæmt veður og lélega loðnuvertíð hafa sett strik í reikninginn hjá skipaflutningafélaginu. Engu að síður séu jákvæð merki á lofti.