Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,25% í dag. Gengi bréfa Össurar hækkaði um 0,49%, Eimskips um 0,37% og Haga um 0,19%. Fréttir af verðmati IFS Greiningar, sem mælti með sölu á bréfum Eimskips, hafa því ekki haft nein áhrif á gengi bréfa félagsins. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 0,51%. Velta á hlutabréfamarkaði nam 1.577 milljónum króna og þar af var velta með bréf Eimskips um 940 milljónir.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,72% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 1,07% en óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,24%. Velta á skuldabréfamarkaði nam 9,65 milljörðum.