Gengi hlutabréfa Eimskips hefur hækkað um 2,11% það sem af er dags í veltu upp á 213 milljónir króna. Fyrirtækið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hagnaður fyrirtækisins nam tæpum 5,1 milljónum evra, jafnvirði 833 milljónum króna, á þriðja ársfjórðungi sem var 11,6% samdráttur á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam rúmum 9,6 milljónum evra, jafnvirði 2,25 milljörðum króna, sem er tæplega 30% samdráttur á milli ára.

Stjórnendur Eimskips segjast ánægðir með afkomu fyrirtækisins á alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun og áætlunarsiglingum í Færeyjum, Noregi og Norður-Ameríku. Hún sé hins vegar undir væntingum vegna flutninga til og frá Íslandi, þótt magnið hafi aukist.

Gengi hlutabréfa Eimskips stendur nú í 242 krónum á hlut. Það er tæpum 20 krónum undir gengi bréfanna í mars og apríl síðastliðnum. Það hefur hækkað um rúm 5,2% frá áramótum.