Gengi hlutabréfa Eimskip hefur hækkað um 0,45% í Kauphöllinni það sem af er degi. Það féll um 2,63% í gær. Sama dag gerði Samkeppniseftlirlitið húsleit á skrifstofum skipaflutningsfélagsins og dótturfélögum með aðstoð lögreglumanna í gær. Á sama tíma var leitað hjá Samskipum. Grunur leikur á að fyrirtækin hafi tekið þátt í samráði og brotið samkeppnislög.

Í kjölfar húsleitarinnar sagði IFS Greining að hlutabréf Eimskips hafi tímabundið verið tekin af lista þeirra félaga sem IFS Greiningu gefur út álit á auk þess sem varfærnum fjárfestum sem yfirvigtaðir eru í hlutabréfum Eimskips var sagt að skoða að minnka hlut sig.

Veltan með hlutabréf Eimskips nam 230 milljónum króna í gær. Það sem af er degi er veltan öllu minni eða upp á 21 milljón króna.