Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,51% í rúmlega 668 milljóna króna heildarveltu á markaði og fór hún niður í 1.732,29 stig. Heildarveltan í markaðsvísitölu Gamma nam tæplega 3,3 milljörðum króna og hækkaði um 0,03% og stendur nú í 165,754 stigum.

Þar af námu skuldabréfaviðskiptin rúmlega 2 milljörðum króna og hækkaði skuldabréfavísitala Gamma um 0,021% upp í 336,206 stig.

Mest hækkun var á gengi bréfa Eimskips, eða um 2,11% í 157 milljóna króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 194 krónur. Næst mest hækkaði gengi bréfa VÍS um 0,23% í engum viðskiptum og er gengi bréfanna nú 13 krónur. Bréf þessara tveggja félaga voru þau einu sem hækkuðu gengi sitt í viðskiptum dagsins. Gengi bréfa annarra félaga sem skráð eru í Kauphöllina lækkuðu eða stóðu í stað. Gengi bréfa í 11 félögum í Kauphöllinni lækkaði í dag, en alls eru 17 félög skráð í Kauphöllina.

Mest lækkun var svo á gengi bréfa Icelandair, eða um 2,56% í 81 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í Sjóvá lækkaði næst mest, eða um 1,25% í engum viðskiptum og stendur það nú í 15,75 krónum.