Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 3,2% í talsverðri veltu á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Veltan nam 642 milljónum króna. Gengi bréfa félagsins endaði í 41,95 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra í lok dags.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Vodafeon um 2,49%, Eimskips um 1,19% og N1 um 1,09%. Þá hækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,64% VÍS um 0,38% og Marel um 0,37%. Gengi bréfa TM hækkaði svo um 0,16%.

Ekkert félag lækkaði í verði.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,78% og endaði hún í rúmum 1.294 stigum. Talsverð velta var með hlutabréf í Kauphöllinni í dag en hún nam tæpum 1,9 milljörðum króna.