Gengi hlutabréfa Haga féll um 2,86% prófsent í 246 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta lækkun dagsins á annars frekar rauður degi eftir svo til linnulitla hækkun frá áramótum. Hagar birtu í dag uppgjör sitt fyrir fyrstu níu mánuði síðasta árs.

Auk Haga-bréfanna lækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,33%, Marel um 1,29%, fasteignafélagsins Regins um 0,96% og gengi bréfa færeyska bankans Bank Nordik um 0,65%.

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Eimskips um 0,4%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,97% og endaði hún í 1.148 stigum í lok dags. Mestu viðskiptin voru sem fyrr með hlutabréf Icelandair Group eða upp á tæpar 600 milljónir króna.