*

laugardagur, 17. ágúst 2019
Innlent 8. ágúst 2017 10:10

Gengi bréfa Haga hrynur í fyrstu viðskiptum

Gengi hlutabréfa Haga hefur tekið dýfu frá því að markaðir opnuðu.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Gengi hlutabréfa Haga hefur tekið dýfu frá því að markaðir opnuðu. Gengi bréfa félagsins hefur lækkað um tæplega 6,23% í 175 milljón króna viðskiptum það sem af er morgni.

Hagar sendu frá sér afkomutilkynningu rétt fyrir verslunarmannahelgi þar sem kom fram að sölusamdráttur hjá félaginu myndi halda áfram að hafa áhrif á rekstur félagsins. Líklegt er að sölusamdrátturinn megi meðal annars rekja til komu Costco til landsins, en í afkomutilkynningunni er einungis minnst á aukna samkeppni.

Gengi bréfa Haga stendur nú í 36,5 krónur á hlut - en við lokun markaða á föstudag stóð gengi bréfa Haga í 39,4 krónum á hlut. Var það lækkun um 28,7% frá því að Costco opnaði verslun sína 23. maí á þessu ári. Markaðsvirði Haga hafði því lækkað úr 64,7 milljörðum króna niður í 46,1 milljarð á tímabilinu frá því að Costco opnaði. Er því um að ræða lækkun á markaðsvirði félagsins um 18,6 milljarða króna á um tveimur mánuðum. 

Stikkorð: Hagar hlutabréf Kauphöllin hrun