*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 18. júlí 2017 10:17

Gengi bréfa Haga lækkar við opnun markaða

Gengi hlutabréfa hefur lækkað um tæplega fjögur prósentustig frá því að markaðir opnuðu í morgun.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Gengi hlutabréfa Haga hefur lækkað um 3,91% í 57 milljón króna viðskiptum frá því að markaðir opnuðu í morgun. Samkeppniseftirlitið hafnaði í gær samruna Haga og Lyfju.

Í tilkynningu frá Högum frá því í gær segir: „Niðurstaðan er vonbrigði og mun félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. Þá ber að árétta að Hagar höfðu ekki tekið við rekstri Lyfju og mun ákvörðunin því ekki hafa áhrif á áður birt reikningsskil félagsins.“

Stikkorð: Hagar hlutabréf lækka
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is