Gengi hlutabréfa HB Granda heldur áfram að hækka, en það hækkaði um 0,84% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það var þó ekki mesta hækkun dagsins en hana áttu TM og VÍS þar sem gengi bréfa félaganna hækkaði um 1,69%. Einnig hækkuðu bréf Marels um 1,13%, Sjóvár um 0,58%, N1 um 0,43%, Eimskips um 0,43% og Haga um 0,24%.

Þá lækkaði gengi hlutabréfa Nýherja um 3,89%, Össurar um 3,5%, Regins um 0,71% og Icelandair um 0,13%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% og stendur nú í 1.290 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 806 milljónum króna.